27. febrúar 2020 - 20:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Birta Guðjónsdóttir

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýningu Hrafnhildar Arnardóttur, Chromo Sapiens í Hafnarhúsi.

Innsetningin Chromo Sapiens er verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter og var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019. Íslenska hljómsveitin HAM semur tónverk sem hljómar í verkinu.

Birta Guðjónsdóttir (f.1977) var sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2019 – sýningu Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter. Birta starfaði sem deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands 2014-2018. Árið 2015 var hún einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 - Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist, í Moss, Noregi. Á árunum 2009-11 var hún safnstjóri Nýlistasafnsins. 2008-09 var hún listrænn stjórnandi sýningarýmisins 101 Projects í Reykjavík. Árið 2008 starfaði hún sem aðstoðarmaður sýningarstjóra í MuHKA; Museum of Contemporary Art í Antwerpen, Belgíu. 

Á árunum 2007-08 var Birta þátttakandi í sýningarstjórnar-námsvettvangnum Nordic Baltic Curatorial Platform, sem stýrt var af FRAME, Finnlandi. Á árunum 2005-08 starfaði hún sem sýningastjóri og hafði umsjón með daglegri starfsemi í SAFNi, samtímalistasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur í Reykjavík.

Birta hefur stýrt yfir 25 sýningum sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri, s.s. í Amsterdam, Basel, Berlín, Boden, Feneyjum, Kaupmannahöfn, Osló, Melbourne, New York, St. Pétursborg, og í fjölmörgum sýningarýmum og listasöfnum á Íslandi. Árið 2011 tók Birta þátt í sýningastjóra-prógramminu Curatorial Intensive, sem er stýrt af sýningastjóra-vettvangnum ICI; Independent Curators International, í New York. Árið 2011 var Birta valin til þátttöku í The Cornwall Workshop, samstarfs-vettvangi sýningastjóra, sem stýrt var af Tate Museum listasafninu í St. Ives á Englandi. 

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur