6. september 2020 - 14:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Allt sem sýnist

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Allt sem sýnist – raunveruleiki á striga 1970-2020 á Kjarvalsstöðum.

Fjölmargir listmálarar sækjast eftir því að ná fram ímynd raunsæis í verkum sínum. Til að ná árangri tileinka þeir sér handbragð sem krefst bæði þjálfunar og tækni auk þess sem þeir gefa ýmsum smáatriðum gaum. Þegar vel tekst til vekja verk þeirra undrun og ánægju áhorfenda sem trúa vart sínum eigin augum. En er allt sem sýnist í málverkum sem unnin eru í raunsæislegum anda?

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur