14. febrúar 2019 - 20:00

Leiðsögn: Stund fyrir staka

Leiðsögn: Stund fyrir staka
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á degi heilags Valentínusar verður leiðsögn um sýningarnar Litur: Skissa II og Erró: Svart og hvítt.

Einhleypir eru sérstaklega velkomnir en þarna mun gefast einstakt tækifæri til að lenda í fjörugum samræðum um myndlist. Hver veit nema leiðsögnin og samræðurnar verði upphaf að samtali sem heldur áfram fram eftir kvöldi.
Ljúfar veitingar á vægu verði.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.