21. apríl 2022 - 20:00

Leiðsögn – Sprengikraftur mynda: Líf á meðal mynda

Leiðsögn – Sprengikraftur mynda: Líf á meðal mynda
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda undir heitinu Líf á meðal mynda í Hafnarhúsi.

Skráning HÉR

Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og gagnrýnandi. Eftir hann liggja á fjórða tug bóka um íslenska myndlist og menningarmál og á annað hundrað sýningarverkefni heima og erlendis. Hann er m.a. höfundur ævisögunnar Erró – Margfalt líf, sem kom út árið 1991.

Sprengikraftur mynda er sett upp í öllu Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og eru þar meira en 300 listaverk af ýmsum gerðum, sem og ljósmyndir og annar fróðleikur um listamanninn. Sýningin rekur gjörvallan feril Errós eftir tímabilum og þemum, í öllum sínum fjölbreytileika, allt fram til nýjustu verka hans. Hér er afrakstur sjö áratuga vinnu þar sem sjá má hvernig myndir eftir aðra og úr kunnuglegum myndheimi

Í tengslum við sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda verða leiðsagnir tengdar þemum sýningarinnar.

Næstu leiðsagnir verða á þessum tímum:

Fimmtudagur 28. apríl kl. 20.00

Fimmtudagur 5. maí kl. 20.00

Fimmtudagur 12. maí kl. 20.00

Fimmtudagur 19. maí kl. 20.00

Fimmtudagur 26. maí kl. 20.00

Fimmtudagur 2. júní kl. 20.00

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.