12. maí 2022 - 20:00

Leiðsögn: Sprengikraftur mynda

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Bjarni Hinriksson teiknari og myndasagnahöfundur verður með leiðsögn um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda undir heitinu Sprengikraftur myndasagna í Hafnarhúsi fimmtudaginn 12. maí kl. 20.00.

 

Skráning HÉR

 

Bjarni Hinriksson er myndasagnahöfundur og stofnmeðlimur í (gisp!). Frá 1985-89 nam hann í École régionale des beaux-arts í Angoulême og hefur síðan fengist við myndasagnagerð, kennslu og þýðingar. Hann vinnur nú að grafísku skáldsögunni „Myrkvi“.   

 

Sprengikraftur mynda er sett upp í öllu Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og eru þar meira en 300 listaverk af ýmsum gerðum, sem og ljósmyndir og annar fróðleikur um listamanninn. Sýningin rekur gjörvallan feril Errós eftir tímabilum og þemum, í öllum sínum fjölbreytileika, allt fram til nýjustu verka hans. Hér er afrakstur sjö áratuga vinnu þar sem sjá má hvernig myndir eftir aðra og úr kunnuglegum myndheimi.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.