31. ágúst 2023 - 20:00

Leiðsögn með Marentzu Poulsen

Marentza Poulsen
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi! Opið frá kl. 10-22.00 í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.

Á sýningunni Myndlistin okkar er kubbur þar sem settar verða upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk úr safneign LIstasafns Reykjavíkur eftir eigin höfði. 

Marentza Poulsen og samstarfsfólk hennar á Klömbrum Bistro á Kjarvalsstöðum hefur valið listaverk í kubbinn og verður Marentza með leiðsögn um sýninguna fimmtudaginn  31. ágúst kl. 20.00.

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.