25. júní 2017 - 14:00

Leiðsögn með Hjálmari Sveinssyni: Listamaðurinn sem helgaði sig borginni

Hjálmar Sveinsson.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Hvaða hlutverki gegna útilistaverk í borginni? Hvers konar listar þarfnast samfélagið? Hvernig er sambandi listamanna og yfirvalda háttað?   

Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og borgarfulltrúi ræðir um list Ásmundar Sveinssonar. Ásmundur vildi hafa verk sín úti í borgarrýminu svo að borgarbúar gætu notið þeirra í sínu hversdagslega lífi. Sennilega á enginn listamaður jafnmörg verk í almenningsrými borgarinnar og Ásmundur. Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.