27. apríl 2023 - 20:00

Leiðsögn listamanns: Tolli

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir
Myndlistarmaðurinn Tolli segir frá verki sínu á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld og talar um listina og lífið.
Sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningararfsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur.
Safnið er í eigu Reykjavíkurborgar og þar með allra borgarbúa. Nú gefst möguleiki á að kynna sér hver þessi sameign okkar er.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Klambrar Bistro opið til kl. 22.00
Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!