28. júlí 2022 - 20:00

Leiðsögn listamanns: Spor og þræðir

Leiðsögn listamanns: Spor og þræðir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Listamaðurinn Loji Höskuldsson verður með leiðsögn á sýningunni Spor og þræðir á Kjarvalsstöðum.

Leiðsögnin verður á Fimmtudaginn langa og því er ókeypis aðgangur á Kjarvalsstaði og Hafnarhús frá kl. 17-22.00.

Skráning HÉR

Spor og þræðir er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína.

Saumnálin hefur alla tíð verið vinsælt tól til listsköpunar og listskreytinga. Hún hefur einkum verið í höndum kvenna sem hafa lagt rækt við að viðhalda gömlum hefðum í handverki sem og þróað nýjar og skapandi leiðir til úrvinnslu með nál og þráð. Útsaumur var ásamt útskurði langalgengasti miðill listamanna á Íslandi fram að 20. öld. Þá vék hann tímabundið fyrir annarri tækni en gekk í endurnýjun lífdaga sem hluti af kvenréttindabaráttu 8. áratugarins og þróun femínískrar myndlistar. Í dag sjáum við enn fjölbreyttari merki um endurkomu útsaums inn á vettvang myndlistar, ekki bara hér á landi, heldur í alþjóðlegri samtímalist. Hvað veldur þessum aukna áhuga og sýnileika? Hvað knýr samtímalistamenn til þess að taka sér nál í hönd við gerð verka sinna?

Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma á Fimmtudaginn langa – síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar.

Verð viðburðar kr: 
0