11. mars 2023 - 14:00

Leiðsögn listamanns: Sigga Björg

Sigga Björg Sigurðardóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Sigga Björg myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Andardráttur á glugga í Ásmundarsafni laugardaginn 11. mars kl. 14:00.

Skráning HÉR

Heimur trölla, álfa, drauga og annarra kynjavera opnast á sýningunni Andardráttur á glugga í verkum Siggu Bjargar og Ásmundar Sveinssonar.

Sigga Björg er kunn af hugmyndaríkum teikningum sínum, innsetningum, myndböndum og bókverkum. Á þessari sýningu vinnur hún meðal annars nýja myndröð út frá íslenskum þjóðsögum. Sagnaminni og þjóðsögur sem Ásmundur kynntist í æsku rötuðu líka beinum eða óbeinum hætti inn í verk hans.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.