14. september 2023 - 20:00

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra

Helena Margrét og Björk. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður og Björk Hrafnsdóttir sýningarstjóri verða með leiðsögn um sýninguna D49 Alveg eins og alvöru í D sal Hafnarhúss fimmtudaginn 14. september kl. 20.00.

Helena Margrét Jónsdóttir (f. 1996) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019 eftir að hafa stundað nám í myndlist við Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi og Myndlistarskólann í Reykjavík. Nýlegar einkasýningar Helenu má telja Liquida (2021) í Plan X Art Gallery í Mílanó og Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef (2022) í Ásmundarsal. Helena tók einnig þátt í samsýningunni Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga á Kjarvalsstöðum 2020.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.