27. júlí 2023 - 20:00

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra

Aldís og Dýrfinna
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Dýrfinna Benita Basalan myndlistarmaður og Aldís Snorradóttir sýningarstjóri verða með leiðsögn um sýninguna Langavitleysan - Cronic Pain í D sal Hafnarhúss fimmtudaginn 27.júlí kl. 20.00.

Dýrfinna Benita Basalan (f.1992), einnig þekkt undir listamannsnafninu Countess Malaise, er fædd og uppalin á Íslandi. Árið 2018 útskrifaðist hún frá Gerrit Rietveld Academie með B.A. gráðu í myndlist og hönnun og hefur starfað síðastliðin ár sem myndlistarkona á ýmsum vettvangi. Hún dregur myndheim sinn ýmist úr jaðar kúltúrum, manga, hinsegin menningu og persónulegri reynslu sinni sem blandaður einstaklingur. Dýrfinna er einn af þremur meðlimum Lucky 3 hópsins ásamt Melanie Ubaldo og Darren Mark sem vann hvatningarverðlaun myndlistarráðs 2022. Nýlegar sýningar Dýrfinnu eru  Temprun (UwU)  í Gallerí Þulu og Lífsleikni í Listval Granda. Nýlegar sýningar Lucky 3 eru Lucky Me? í Kling og Bang og PUTI á Sequences X.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.