13. apríl 2023 - 20:00

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Logi Leó Gunnarsson listamaður og Þorsteinn Freyr Fjölnisson sýningarstjóri verða með leiðsögn um sýningu Loga  Allt til þessa höfum við ekki skilið það dularmál sem berst frá þessum hljóðgjöfum  fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.00

Skráning á leiðsögnina er HÉR

Logi Leó vinnur með hljóð, skúlptúra og vídeó í óvæntum samsetningum og innsetningum sem gjarnan yfirtaka sýningarrýmið. 

Með því að virkja hversdagslegan efnivið í bland við tónlist, upptöku og hljóðbúnað fær hann áhorfendur til að horfa á og hlusta á kunnuglega hluti á nýjan hátt.