9. júní 2018 - 15:00

Leiðsögn listamanns: Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter. Ljósmynd: Elísabet Davíðsdóttir.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019, Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter verður með leiðsögn um sýningu sína Innrás II í Ásmundarsafni. Hrafnhildur laumar verkum sínum inn á milli verka Ásmundar, sveipar önnur dýrðarljóma og hjúpar með áhrifaríkri aðferð.

Nú hefur verið tilkynnt um að Hrafnhildur, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur og hljómsveitinni HAM, verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári.

Verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter eru allt í senn rómantísk, kjánaleg, fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með andstæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkáraleika.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur