29. ágúst 2021 - 14:00

Leiðsögn listamanns: Ef lýsa ætti myrkva

Leiðsögn listamanns: Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Ljósmynd: Eyþór Árnason.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Sirra Sigrún Sigurðardóttir verður með leiðsögn um sýninguna Ef lýsa ætti myrkva þar sem hún á í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar og bygginguna sjálfa. 

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Verk Sirru mynda samtal við valin verk Ásmundar og hugmyndaheim og kinka kolli til einlægs áhuga myndhöggvarans á tækni og vísindum.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.