16. september 2021 - 20:00

Leiðsögn listamanna: Iðavöllur

Guðmundur Thoroddsen og Örn Alexander Ámundason
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leiðsögn með listamönnunum Guðmundi Thoroddsen og Erni Alexander Ámundasyni sem eiga verk á sýningunni Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR

Yfirskrift sýningarinnar er Iðavöllur. Titillinn er fengið að láni úr Völuspá og kemur þar tvisvar við sögu. Iðavöllur er staðurinn þar sem æsir hittast við frumsköpun heimsins og koma síðan aftur saman á eftir Ragnarök til þess að skapa nýja heimsmynd. Hafnarhúsið tekur á sig hlutverk slíks Iðavallar sem vettvangur skapandi listamanna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar. Þema sýningarinnar er þannig hinn skapandi og umbreytandi kraftur sem býr í vinnu listamanna og hún endurspeglar fjölbreytt viðfangsefni á tímum jafnt tæknilegra sem félagslegra umbreytinga.

Guðmundur Thoroddsen (f. 1980) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og með MFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Hann hefur tekið þátt í einka- og samsýningum á Íslandi, í New York og í Evrópu. Fjallað hefur verið um verk hans í Artforum, New York Times og Dazed Digital. Hann var tilnefndur til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir einkasýninguna SNIP SNAP SNUBBUR í Hafnarborg. Guðmundur er á snærum Hverfisgallerís í Reykjavík og Asya Geisberg gallerísins í New York. 

Örn Alexander Ámundason (f. 1984) útskrifaðist með MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011. Meðal nýlegra sýninga og gjörninga má nefna Inngangskúrs í slagverki, Kling og Bang (2020) og Tickle, með Unu Margréti Árnadóttur, Arsenic í Lausanne (2020); einkasýningarnar Hópsýning í Nýlistasafninu (2015) og Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur (2016); ásamt Kunsthalle Exnergasse, The Armory Show og Platform Belfast. Árið 2013 hlaut Örn sænska Edstrandska styrkinn. Hann er einn stofnenda listamannarekna rýmisins Open og langtíma sýningarverkefnisins A Collaboration Monument.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar um portið – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.