12. ágúst 2021 - 20:00

Leiðsögn listamanna: Iðavöllur

Elín Hansdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leiðsögn með Elínu Hansdóttur og Hildigunni Birgisdóttur sem eiga verk á sýningunni Iðavelli

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Í sýningunni koma saman fjórtán öflugir listamenn sem hafa umbreytt Hafnarhúsinu með verkum sínum og þeirri grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Listamenn sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar.

Elín Hansdóttir (f. 1980) lærði við Listaháskóla Íslands, 1999-2003 og KHB-Weissensee í Berlín þar sem hún lauk MA gráðu árið 2006. Meðal einkasýninga hennar eru Annarsstaðar í Ásmundarsal (2020) og Simulacra í i8 Gallery (2016). Meðal samsýninga má nefna Glass and Concrete í Marta Herford (2020) og Latent Shadow í Harbinger (2020). Árið 2007 var Elín valin til þátttöku í Frieze Projects í London. Hún hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur síðar sama ár. 

Hildigunnur Birgisdóttir (f. 1980) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Verk hennar hafa verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu, i8 Gallerí og í Annaellegallery í Stokkhólmi. Árið 2019 var Hildigunnur tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna Universal Sugar sem Listasafn ASÍ stóð fyrir. Hún hefur setið í stjórn Nýlistasafnsins og verið framkvæmdastjóri Skaftfell – myndlistarmiðstöðvar Austurlands. Hildigunnur er meðal stofnenda listamannarekna rýmisins Open.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar um portið – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.