13. mars 2021 - 14:00

Leiðsögn listamanna: Dýrslegur kraftur

Leiðsögn listamanna: Baldur Helgason og Ýr Jóhannsdóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leiðsögn með Baldri Helgasyni og Ýri Jóhannsdóttur sem eiga verk á sýningunni Dýrslegur kraftur.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Dýrslegur kraftur er samsýning Errós og fimmtán annarra listamanna. Á sýningunni eru verk Errós frá ýmsum tímum sett í samhengi íslenskrar samtímalistar. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og vísa til og/eða endurspegla á einn eða annan hátt þá fjölmörgu miðla sem Erró er þekktur fyrir og þann frjóa og kraftmikla hugmyndaheim sem birtist okkur í verkum hans.

Í verkum sínum gerir Baldur Helgason tilraunir með mannsmyndina þar sem hann ýkir á stríðnislegan hátt einkennandi útlitsþætti. Myndirnar virðast við fyrstu sýn einkennast af glettni og húmor en þegar nánar er að gáð má greina kvíða, einmanakennd og jafnvel depurð í viðfangsefninu, jafnt persónunum sem og umhverfi þeirra. Baldur Helgason útskrifaðist með BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2009 og MA gráðu frá Academy of Art University í Chicago árið 2011.

Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verkin hennar eru að mestu unnin í prjóni þar sem eiginleikar húmors, handverks og hreyfingu klæða okkar mætast. Ýr stundaði nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík og kláraði BA gráðu í faginu í Glasgow School of Art árið 2017. Verk hennar verið keypt í safneign TextielMuseum í Hollandi, Museum für Kunst und Gewerbe í Þýskalandi og Museum of International folk Art í Nýju Mexíkó.

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.