7. september 2017 - 20:00

Leiðsögn: Kristín Anna Valtýsdóttir

Ragnar Kjartansson: The Visitors (stilla). Vídeóverk á níu skjám, 64 mínútur. Myndir á tökustað: Elísabet Davíðsdóttir. Birt með leyfi listamannsins, Luhring Augustine, New York og i8 gallerís, Reykjavík.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Kristín Anna Valtýsdóttir, tónlistarmaður og samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi. 

Kristín Anna hefur verið samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar til langs tíma og tekið þátt í gerð fjölmargra gjörninga og myndbandsverka. Þar má nefna The Visitors og Heimsljós – líf og dauði listamanns. Hún hefur einnig samið tónlist fyrir verk Ragnars t.d.  Forever Love sem frumflutt var á Eaux Claires hátíðinni 2015. Útgáfufyrtækið Bel-Air Glamour Records sem er undir listrænni stjórn Ragnars Kjartanssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur gaf út plötu Kristínar Önnu, Howl, árið 2015.

Sýningin endurspeglar óð Ragnars til listarinnar í allri sinni dýrð, til tónlistar, leikhúss, kvikmynda, bókmennta og, að sjálfsögðu, myndlistar. Hylling listamannsins birtist í völdum verkum, frá árinu 2004 til dagsins í dag; lifandi gjörningum, stórum myndbandsinnsetningum, ljósmyndum, höggmyndum, málverkum og teikningum.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

GAMMA er aðalstuðningsaðili sýningarinnar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.