Leiðsögn: Hönnun í anda Ásmundar

Leiðsögn með Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, verkefnastjóra miðlunar, um sýninguna Hönnun í anda Ásmundar í Ásmundarsafni með vörum eftir fimm íslenska hönnuði ásamt verkum eftir Ásmund Sveinsson.
Skráning HÉR
Vöruhönnuðirnir Brynhildur Pálsdóttir, Björn Steinar Blumenstein, Friðrik Steinn Friðriksson, Hanna Dís Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir fengu það verkefni að hanna nytjavörur innblásnar af listsköpun Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara fyrir safnverslun Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Af því tilefni var sett upp sýning í Kúlunni í Ásmundarsafni bæði með verkum hönnuðanna sem og verk eftir Ásmund sem hafa veitt hönnuðunum innblástur. Myndheimur Ásmundar hefur verið uppspretta hugmynda að nýjum nytjavörum sem gera minningu listamannsins, hlutdeild hans í íslenskum menningararfi og handverksarfleifð hátt undir höfði.
Sýningin er hluti af HönnunarMars 2021.