19. september 2023 - 14:00

Leiðsögn: Hlutverkasetur

Samstarfsaðili: 
Hlutverkasetur
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Félagar úr Hlutverkasetri munu eiga samtal um sýninguna Myndlistin þeirra þriðjudaginn 19. september kl. 14.00.

Sýningin Myndlistin okkar var opnuð á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt. Inni í sýningarsalnum er kubbur þar sem settar eru upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra.

Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk eftir eigin höfði. Gestasýningarstjórar í Kubbnum að þessu sinni eru félagar úr Hlutverkasetri.

 

 

Hlutverkasetur og Listasafn Reykjavíkur hafa verið samferða um langt skeið með heimsóknir og fræðslu.  

Yfirskrift sýningarinnar frá Hutverkasetri er Örugg samvera veitir gleði sem rímar mjög vel við starfsemi Hlutverkaseturs.