28. apríl 2022 - 20:00

Leiðsögn: Eins langt og augað eygir

Leiðsögn: Í íslenskum litum
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Þröstur Helgason, höfundur bókarinnar Birgir Andrésson – í íslenskum litum, gengur um sýninguna Eins langt og augað eygir, segir frá tilurð bókarinnar og kynnum sínum af Birgi.

Skráning HÉR

Birgir var var leiðandi afl í íslenskri myndlist í meira en 30 ár en féll frá langt fyrir aldur fram. Birgir leitaði í brunn íslenskrar menningar, sagna, hefða og handverks þjóðarinnar og dró þar fram þætti sem hann síðan setti fram á sinn einstæða hátt í verkum sem tryggðu honum sess í íslenskri listasögu og aðdáun á alþjóðlegum vettvangi myndlistar. Sýningin veitir innsýn í áhrifamikinn feril listamannsins og tengir verk hans við innlenda og erlenda samtímalist. 

Klambrar Bistró er opið til kl. 22.00.

Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00 – allir velkomnir!

Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!

Verð viðburðar kr: 
0