10. september 2023 - 14:00

Leiðsögn: Bræðurnir Baldursson

Bræðurnir Baldursson
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Bræðurnir Baldursson eiga samtal um sýninguna Myndlistin þeirra sunnudaginn 10. september kl. 14.00.

Inni í sýningarsalnum er kubbur þar sem settar eru upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk eftir eigin höfði. Gestasýningarstjórar í Kubbnum að þessu sinni eru Bræðurnir Baldursson sem hafa um nokkra hríð séð um grafík og límstafagerð fyrir Listasafni Reykjavíkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.