12. nóvember 2017 - 14:00

Leiðsögn: Anna Líndal í samtali við Bjarka Bragason

Anna Líndal og Bjarki Bragason.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leiðsögn um sýninguna Leiðangur með Önnu Líndal og Bjarka Bragasyni lektor við myndlistadeild Listaháskóla Íslands.  Samhliða sýningunni er gefin út bókin Leiðangur þar sem má finna viðtal Bjarka Bragasonar við Önnu Líndal. 

List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðarmeiri. 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.