15. ágúst 2019 - 17:00

Kynning á PAVILION NORDICO

Pavilion Nordico
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Kynning á PAVILION NORDICO - nýrri norrænni vinnustofu listamanna og listamiðstöð, sem opnuð var í Buenos Aires í Argentínu fyrr á þessu ári. Meðal þeirra sem kynna PAVILION NORDICO er Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í ár, en hún er jafnframt er einn af ráðgjöfum verkefnisins. Sara Løve Daðadóttir, meðstofnandi PAVILION NORDICO, mun segja frá verkefninu ásamt Josefin Askfelt og Emil Willumsen, frá Kiosk Studio í Kaupmannahöfn, hönnunarteymi verkefnisins.

Þau Sara, Josefin og Emil munu kynna PAVILION NORDICO, uppruna þess, markmið og framtíðarplön. Þau munu veita innsýn og upplýsingar um alþjóðlegt og staðbundið samhengi þess, um sögulegan og menningarlegan bakgrunn fyrstu staðsetningar þess í Buenos Aires og ræða um áskoranir, ánægju og ásetning sinn við að setja upp alþjóðlega listamanna-vinnustofu.
 
Kynningin er hugsuð fyrir listamenn sem hafa áhuga á að sækja um vinnustofudvöl, forvitna þátttakendur í menningarlífinu um stofnun og framkvæmd alþjóðlegs menningarverkefnis af þessu tagi eða skapandi hönnuði í leit að innblæstri um hvernig megi sameina innihald og fagurfræði verkefnis.
 
Á kynningunni verður tæpt á lykilatriðum og sjónarmiðum, sem leiða teymið í að setja upp, móta og stýra fyrstu samnorrænu vinnustofu listamanna og listamiðstöð utan Evrópu og veittar verða upplýsingar um praktísk mál og hina gefandi starfsemi PAVILION NORDICO.

Í framhaldi af erindum gefst gestum kostur á að spyrja aðstandendur spurninga.

Boðið verður upp á léttar veitingar og aðgangur ókeypis.

 

Nánari upplýsingar um PAVILION NORDICO hér:

www.pavilionnordico.org

og

https://www.instagram.com/pavilionnordico/

PAVILION NORDICO er stutt af Norrænu menningargáttinni, The Nordics, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Myndlistarsjóði.

Nánari upplýsingar veitir Sara Løve Daðadóttir:  sara@pavilionnordico.org

Verð viðburðar kr: 
0