12. október 2019 - 13:00 til 15:00

Kynning á dagskrá vetrarins og smiðja

Leikum að list: Kynning á dagskrá vetrarins og smiðja
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leikum að list er barna- og fjölskyldudagskrá sem tengist sýningum Listasafns Reykjavíkur. Kynning á viðburðadagskrá vetrarins verður haldinn á Kjarvalsstöðum laugardaginn 12. október næstkomandi kl. 13-15. Þá verður hægt að leika sér í listasmiðju og skipuleggja skemmtilegar fjölskylduheimsóknir á safnið í vetur.

Kaffihúsið Klambrar Bistro verður að sjálfsögðu opið og sérstakt tilboð verður á nýútgefinni bók fyrir börn um Kjarval í safnbúðinni. 

Hlökkum til að sjá ykkur! Ókeypis aðgangur.

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni. 

Verð viðburðar kr: 
0