29. júlí 2021 - 18:00 til 21:00

Kvöldverður: Bragð af Landinu – Berunes

Bragð af Landinu: Berunes
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Foraged Dinner er röð viðburða á vegum MÁL/TÍÐ sem munu varpa ljósi á auðlindir landslags okkar á Íslandi. Kokkar og listamenn koma saman og útbúa kvöldverð með því sem nærumhverfi þeirra staða sem valdnir eru hafa uppá að bjóða. Allt frá leirnum í diskunum til matarins sem er í máltíðinni. Gestum er boðið að upplifa staðina með bragði, lykt og snertingu. 

Í júlí munum við leggja af stað í skynferð til Beruness á Austurlandi. Berunes er staðsett á norðurströnd Berufjarðar og er umkringt háum fjöllum, þar blasir við Búlandstindur, hæsta fjall fjarðana sem rís beint á móti bænum. Berunes eru heimahagar leirlistakonunnar Antoníu Bergþórsdóttur. Í listsköpun sinni ferðast Antonía milli Íslands og Grænlands í leit að leir og öðrum efnum úr nærumhverfinu sem hún getur nýtt í listsköpun og leirkerasmíði.

Fimmtudaginn 29 júlí kl. 18–21 er gestum boðið að (endur)uppgötva Berunes í gegnum þriggja rétta máltíð og tvo drykki og þannig munu gestir komast í snertingu við gróður, dýralíf og steinefni frá staðnum.

Kvöldverðurinn er í samvinnu við matreiðslumanninn ​​Kjartan Óla Guðmundsson og Pola Sutryk.

18 sæti í boði, aðgangseyrir 7.500kr.

Tveir ókeypis miðar eru gefnir út. 

Pantaðu miða í gegnum netfangið info.maltid@mail.com eða í síma 833 6166.

Vegan valkostur í boði (vinsamlegast takið fram við bókun).

Um listamennina

Antonía Bergþórsdóttir er leirlistakona sem vinnur með efni sem hún sækir í umhverfi sínu. Hún rekur galleríið Flæði í Reykjavík og hefur áhuga á að skapa umræðu milli matar og keramik, táknrænt efni þegar kemur að matarmenningu.

Pola Sutryk situr í stjórn MÁL/TÍÐ og er kokkur sem vinnur með hráefni sem hún safnar til sjálf. Hún beitir sér einnig fyrir hefðbundnum og heimilislegum eldunaraðferðum hvaðanæva úr heiminum. Uppvaxtarár Pola í öræfum austur Póllands gerðu það að verkum að hún þróaði með sér vissa fagurfræði sem og næmni gagnvart umhverfi sínu. Pola nýtir þessa eiginleika á sviði menningar og matreiðslu. Matreiðsluferlið sjálf er unnið af virðingu gagnvart þátttakendum þess, þeirra sem elda, þeirra sem borða og þeirra sem eru borðuð. Pola nýtir mat til að skapa tengingar, en hún hefur unnið með listamönnum, vörumerkjum og stofnunum að sköpun ætilegra listaviðburða.

Kjartan Óli Guðmundsson er menntaður matreiðslumaður með yfir 10 ára reynslu úr faginu undanfarið hefur hann mest gert pop-up matarviðburði undir nafninu Borðhald. Í matreiðslu leggur Kjartan áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfi á nýstárlegan og skapandi hátt og skapa tengingu milli neytenda og hráefnis. Kjartan lauk BA- gráðu úr Vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2019. Í Hönnun leggur Kjartan áherslu á samspil manns og umhverfis. Undanfarið hafa örverur og nýtingarmöguleikar þeirra átt hug hans allan. Hægt er að skoða verkefni Kjartans nánar á https://www.kjartan.me

Verð viðburðar kr: 
7 500