14. janúar 2016 - 18:00 til 20:00

Kvöldopnun í Ásmundarsafni: Listsmiðja fyrir fjölskyldur

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Í Ásmundarsafni fer fram listsmiðja fyrir börn og fjölskyldur fimmtudaginn 14. janúar frá kl. 18-20 í tengslum við sýninguna Geimþrá. Þá hefur kúlunni í Ásmundarsafni verið breytt í Stjörnuver, en þar er hægt að horfa upp í geiminn og sjá hin ýmsu fyrirbæri alheimsins. Myndefnið sem þar má sjá er fengið frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), sem er ein öflugasta stjörnustöð heims.

Ásmundarsafn verður opið til kl. 20 á fimmtudögum í janúar og boðið verður upp á skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna á kvöldopnunum. Sýningin Geimþrá hefur hlotið frábærar viðtökur og var á lista Morgunblaðsins yfir fimm bestu sýningar ársins 2015.

Opið verður frá kl. 13–20 fimmtudaganna: 14., 21. og 28. janúar. Opnunartími Ásmundarsafns aðra daga er frá kl. 13–17.

Menningarkorthafar geta boðið vini með sér á Ásmundarsafn endurgjaldslaust í janúar. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.