7. júlí 2022 - 20:00

Kvöldgöngur: Velkomin til Reykjavíkur – leiðsögn á ensku

Kvöldgöngur: Velkomin til Reykjavíkur – leiðsögn á ensku
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Becky Fortsythe, verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur, verður leiðsögn um listaverk og minnisvarða í miðbæ Reykjavíkur.

Gengið verður á milli verka sem minna okkur á hvernig landið byggðist, hvers konar samfélag og menning ríkti áður fyrr og hvernig það tók smám saman breytingum. Ekki verður eingöngu dvalið við fortíðina heldur minna sum verkin á það sem er að gerast í samtímanum.

Gangan tekur einn og hálfan tíma. 

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Fylgist með á Facebook. Þátttaka er ókeypis.  

Verð viðburðar kr: 
0