25. ágúst 2022 - 20:00 til 21:30
Kvöldgöngur: Strandlengjan

Staður viðburðar:
Harpa – tónlistarhús
Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, leiðir göngu um útilistaverk við Sæbraut.
Á leiðinni eru fjölbreytt minnismerki sem og sjálfstæð listaverk eftir íslenska og alþjóðlega listamenn.
Gangan tekur einn og hálfan tíma og hefst við tónlistarhúsið Hörpu.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Fylgist með á Facebook. Þátttaka er ókeypis.
Tenglar:
Verð viðburðar kr:
0