14. júlí 2022 - 20:00

Kvöldgöngur: Konur á stalli?

Guðmunda Rós Guðrúnardóttir sagnfræðingur og Sigríður Melrós Ólafsdóttir verkefnastjóri
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Guðmunda Rós Guðrúnardóttir sagnfræðingur og Sigríður Melrós Ólafsdóttir verkefnastjóri leiða göngu um minnismerki nafngreindra kvenna í Reykjavík.

Hvaða konur eru þetta? Hvar eru þær? Guðmunda og Sigríður fjalla um verkin og þessar konur ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort styttur og minnismerki um nafngreinda einstaklinga séu úrelt fyrirbæri?

Gangan tekur einn og hálfan klukkutíma.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Fylgist með á Facebook. Þátttaka er ókeypis.  

Verð viðburðar kr: 
0