29. júní 2017 - 20:00

Kvöldganga um höggmyndagarðinn við Ásmundarsafn

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Ólöf  K. Sigurðardóttir safnstjóri leiðir göngu um höggmyndagarðinn umhverfis Ásmundarsafn. Þar er að finna tugi verka eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara frá öllum hans ferli. Garðurinn er gróinn og fallegur og tilvalinn áningarstaður í Laugardalnum. Frá garðinum verður síðan gengið um Laugardalinn þar sem má finna fjölmörg listaverk í almenningsrými.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga í sumar til 17. ágúst kl. 20.

Ókeypis aðgangur.