16. júlí 2020 - 18:00

Kvöldganga: Bertel Thorvaldsen 250 ára

Staður viðburðar: 
Safnahúsið, Hverfisgötu 15

Í ár eru 250 ár frá fæðingu Bertels Thorvaldsen og af því tilefni munu Sigurður Trausti Traustason, safnfræðingur og deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur og Aldís Snorradóttir, listfræðingur og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiða göngu tileinkaða honum. Bertel var einn helsti myndhöggvari Dana en hann var af íslensku faðerni. Hann bjó lengst af í Róm og var talinn einn fremsti myndhöggvari nýklassíska stílsins.

Gangan hefst fyrir utan Safnahúsið við Hverfisgötu 15.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð á vegum Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Verð viðburðar kr: 
0