25. nóvember 2022 - 13:00

KvikMyndlist: Varðveisla og umsýsla kvikra listaverka

Sigurður Guðjónsson, Tape, 2016
Samstarfsaðili: 
Rannsóknarsetur í safnafræðum
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

KvikMyndlist 

Málþing og viðburðir á mörkum kvikmynda og myndlistar í Hafnarhúsi 24–26. nóvember.

Umræðuefni fyrra málþings ráðstefnunnar eru mörk kvikmynda og lista, varðveisla og umsýslu kvikra og stafrænna miðla á söfnum og þær áskoranir sem felast í því. Málþingið er haldið í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum. 

 

 

Föstudagur 25. nóvember:

Varðveisla og umsýsla kvikra listaverka. Dagskrárstjóri: Sigurður Trausti Traustason

13.00: Ólöf Kristín Sigurðardóttir | Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur |Opnunarávarp  


13.15: Jina Chang | Forvörður nýmiðla hjá Nasjonalmuseet í Ósló | Erindi: Aðferðir til skrásetningar og meðhöndlunar flókinna tímatengdra miðla 


14.00: Þórir Ingvarsson|Kvikmynda- og ljósmyndaforvörður hjá Þjóðminjasafni Íslands|Erindi:  Langtímavarðveisla kvikmyndamiðla. 

14.30: Kaffihlé

15.00: Gunnþóra Halldórsdóttir| Verkefnastjóri varðveislu og rannsókna Kvikmyndasafn Íslands|Erindi:  Listir og kvikmyndir

15.30: Sigríður Regína Sigurþórsdóttir| Kvikmyndafræðingur, arkífisti, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins og doktorsnemi í safnafræði| Erindi: Þannig týnist tíminn: Varðveisla og skráning tímatengdrar myndlistar og kvikmyndaverka.

Skráning HÉR

17.00-20.00:  Bíókvöld með úrvali verka:

17.10    A Brief Inquiry (Joshua Reiman, 2010) 

17.30    Labor Move (Hulda Rós Guðnadóttir, 2016) 

18.10    Konni (Þorbjörg Jónsdóttir, Lee Lorenzo Lynch, 2022) 

18.25    Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) (Ásta Fanney Sigurðardóttir, 2021) 

19.00   Tinwoodsman's Home Movie #2 (Lee Lorenzo Lynch, 2007) 

19:15   Jarðsetning (hluti ) (Anna María Bogadóttir, 2021) 

Malbygg brugghús verður með Pop-Up bar á 2. hæð í Hafnarhúsi. 

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.