25. nóvember 2022 - 17:00 til 20:00

KvikMyndlist: Bíókvöld í Hafnarhúsi

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á bíókvöldi KvikMyndlist - haustráðstefnu Listasafnsins verður boðið upp á spennandi kvikmyndir eftir fjölbreyttan hóp listamanna á borð við Joshua Reiman, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, Huldu Rós Guðnadóttur, Önnu Maríu Bogadóttur, Lee Lynch og Þorbjörgu Jóndóttur.

Kvikmyndirnar verða sýndar í Fjölnotarými Hafnarhúss.

Malbygg brugghús verður með pop-up bar á 2. hæð hússins. 

Dagskrá:

17.10: A Brief Inquiry, 2010 eftir Joshua Reiman

A Brief Inquiry er kvikmynd um hið háleita og notkun þess í hversdagsmáli okkar. Þar sem heimurinn hefur þegar verið uppgötvaður, fer landkönnuður af stað til að finna það eina sem er eftir, tilfinninguna sem kallast „hin háleita“ eða “the sublime”. Talsetning myndarinnar er rík af kenningum og hysterískum athugasemdum sem lýsir ofnotkun og misskilningi á orðinu „háleit“ á meðan það er sjónrænt knúið áfram af áframhaldandi leit að yfirþyrmandi náttúruupplifun. 

17.30: Labor Move, 2016 eftir Huldu Rós Guðnadóttir

Í kvikmyndaverkinu Labor Move sjáum við nokkra löndunarmenn fremja gjörning sérstaklega fyrir kvikmyndun, sem byggður er á þeim hreyfingum er þeir hafa tileinkað sér á lengri tíma við löndun kassa með frosnum fiski úr botni frystitogara og yfir á hafnarbakkann við Reykjavíkurhöfn. Við endurtekningu sömu hreyfinga henda þeir þungum fiskikössum frá einum stað til annars með töluverðri samhæfingu og leikni. 

18.10: Konni, 2022 eftir Þorbjörgu Jónsdóttur og Lee Lorenzo Lynch.

Innileg mynd sem skráir dag í lífi Konna, síðasta barnsins á afskekktri eyju í heimskautsbaugnum sem státar af aðeins 16 manns. Norðan við Ísland liggur eyjan Grímsey. Heimskautsbaugurinn sker þvert í gegnum Grímsey frá vestri til austurs um norðurhluta eyjarinnar og er nyrsta byggð landsins. Eyjan mælist 5,3 ferkílómetrar og er 3 ½ tíma ferjuferð frá meginlandinu. Íbúar allt árið um kring eru aðeins 16 manns. Eins og er býr aðeins eitt barn á Eyjunni, 6 ára drengur að nafni Konni. 

18.25: Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) 2021 eftir Ástu Fanney Sigurðardóttir

Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) eftir listakonuna og skáldið Ástu Fanney Sigurðardóttur er safn gjörninga þar sem hljóð, ljóð, hljóðaljóð, tónar, stafir, orð og orðlausar senur mynda saman súrrealískan draumheim skynjunar. Í verkinu er röddin rannsökuð sem einstakur miðill og virkar sem þráður í gegnum ferðalag af táknum, stöfum og tengingu mannsins við náttúru, tungumál, tækni, leiki og dægurmenningu. Verkið er frumsýnt á Sequences x: Kominn tími til. 

19.00: Tinwoodsman's Home Movie #2 eftir Lee Lorenzo Lynch.

Leikstýrt af Lee Lynch og Naomi Uman. "Þrívíð frásögn sett upp á valmúa verndarsvæði í Kaliforníu." 

19:15: Jarðsetning (hluti) 2021 eftir Önnu Maríu Bogadóttur

Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu rís á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Hálfri öld síðar fær byggingin dóm um að víkja. Innan úr byggingunni mætum við afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar, verðum vitni að niðurrifi og upplausn bankans með daglegt líf borgarinnar í bakgrunni. Þetta er jarðsetning. Endalok stórhýsis á endastöð hugmynda um einnota byggingar. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.