17. maí 2018 - 20:45

Kvikmyndasýning: We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past

Kvikmyndasýning: We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. 
Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri.

Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands. ​

Fimmtudaginn 17. maí verða sýndar tvær heimildarmyndir í Hafnarhúsinu. Sumé - the Sound of a Revolution kl. 19.30 og We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past kl. 20.45. 

We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past er heimildarmynd eftir Helle Stenum frá árinu 2017 sem bregður rannsakandi ljósi á nýlendustefnu Danmerkur. Myndin veitir skarpa innsýn í sögu Danmerkur sem nýlenduþjóðar. Á árinu 2017 var öld síðan Danmörk seldi Jómfrúareyjarnar til Bandaríkanna.

Í myndinni heyrum við og sjáum söguna sagða í gegnum minningar og reynslu afkomenda hina dönsku nýlenda í Vestuindíum og Afríku. 
Listamaður, nemandi, rithöfundur og mannfræðingur, ásamt menningarfræðingum segja frá hlutverki Danmerkur og Evrópu í undirokun og þrælaviðskiptum yfir Atlantshafið.
Fjallað er um hvernig þessi saga birtist í samtímanum á söfnum, í listum, menntun og efnahag, bæði sem minningar og líka sem gleymska. 67 mín.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.