17. maí 2018 - 19:30

Kvikmyndasýning: Sumé – the Sound of a Revolution

Kvikmyndasýning: Sumé – the Sound of a Revolution
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. 
Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri.

Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands. ​

Fimmtudaginn 17. maí verða sýndar tvær heimildarmyndir í Hafnarhúsinu. Sumé - the Sound of a Revolution kl. 19.30 og We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past kl. 20.45. 

Sumé – the Sound of a Revolution eftir Inuk Silis Høegh er heimildarmynd frá 2014 sem fjallar um Grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem starfaði um og eftir 1970.

Hljómsveitin var virkur þátttakandi í fyrstu bylgju mótstöðu gegn dönsku nýlendustjórninni.
Á árunum 1973 til 1976 gaf hljómsveitin út þrjár breiðskífur sem höfðu áhrif á sögu Grænlands með hápólitískum textum.
Sumé var fyrst til að hljóðrita texta á grænlensku og fyrir þessar útgáfur átti grænlensk tunga ekki orð yfir ,,byltingu” eða ,,kúgun”.
Eftir 250 ára undir danskri stjórn ýtti Sumeéundir endurskoðun og endurnýjun á grænlenskri menningu og sjálfsmynd og vísaði þannig veginn í átt til fullveldis.

Sumé – the Sound of a Revolution er fyrsta kvikmynd sem gerð hefur verið um samtímamenningu landsins og fyrsta heimildamynd í fullri lengd sem framleidd er á Grænlandi.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.