12. nóvember 2017 - 15:00 til 16:00

Kvikmyndasýning: Doctor Fabre Will Cure You eftir Coulibeuf

Doctor Fabre Will Cure You eftir Coulibeuf.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á lokadegi sýningarinnar Tvöföldun eftir Pierre Coulibeuf verður sérsýning á kvikmyndinni Doctor Fabre Will Cure You (2013/60 mín) eftir Coulibeuf.

Í myndinni, sem er nútíma ævintýri, er Jan Fabre varpað inn í hans eigin ímyndaða heim þar sem hann skapar karakter sem breytir sífellt um sjálfsmynd og leikur fjölda hlutverka í hinum ýmsu gervum. Kvenpersónan, líkt og illi andi manndómsvígslunnar, notar ýmis andlit til að ásækja karlpersónuna og hvetur til ummyndanna, að eilífu.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.