26. apríl 2018 - 20:00

Kvikmyndasýning: Concerning Violence 

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar.
Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri.

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.00 verður heimildarmyndin Concerning Violence sýnd í Hafnarhúsinu. Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands. 

Concerning Violence er heimildamynd frá árinu 2014 eftir Göran Olsson. Myndin fjallar um þjóðernis- og sjálfstæðishreyfingar í Afríku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar sem ögruðu valdi hvíta minnihlutans og herraþjóðanna. Myndin er byggð á ritgerðinni Concerning Violence eftir Frantz Fanon sem kom út 1961 í bókinni The Wretched of the Earth.

Kvikmyndin er samframleiðsla milli Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Bandaríkjanna. 85 mín.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.