8. apríl 2018 - 15:45

Kvikmyndadagskrá: We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. 
Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri. 

Laugardaginn 7. apríl kl 14.00 segja tveir listamenn sýningarinnar frá verkum sínum og sunnudaginn 8. apríl eru sýndar þrjár heimildarmyndir, Concerning Violence kl. 13.00, Sumé - the Sound of a Revolution kl. 14.30 og We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past kl. 15.45. Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands. ​

We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past.

Heimildarmynd eftir Helle Stenum frá árinu 2017 sem bregður rannsakandi ljósi á nýlendustefnu Danmerkur. Myndin veitir skarpa innsýn í sögu Danmerkur sem nýlenduþjóðar. Á árinu 2017 var öld síðan Danmörk seldi Jómfrúareyjarnar til Bandaríkanna.

Í myndinni heyrum við og sjáum söguna sagða í gegnum minningar og reynslu afkomenda hina dönsku nýlenda í Vestuindíum og Afríku. 
Listamaður, nemandi, rithöfundur og mannfræðingur, ásamt menningarfræðingum segja frá hlutverki Danmerkur og Evrópu í undirokun og þrælaviðskiptum yfir Atlantshafið.
Fjallað er um hvernig þessi saga birtist í samtímanum á söfnum, í listum, menntun og efnahag, bæði sem minningar og líka sem gleymska. 67 mín.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.