8. apríl 2018 - 14:30

Kvikmyndadagskrá: Sumé - the Sound of a Revolution

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. 
Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri. 

Laugardaginn 7. apríl kl 14.00 segja tveir listamenn sýningarinnar frá verkum sínum og sunnudaginn 8. apríl eru sýndar þrjár heimildarmyndir, Concerning Violence kl. 13.00, Sumé - the Sound of a Revolution kl. 14.30 og We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past kl. 15.45. 
Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands. ​

Sumé – the Sound of a Revolution eftir Inuk Silis Høegh er heimildarmynd frá 2014 sem fjallar um Grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem starfaði um og eftir 1970.

Hljómsveitin var virkur þátttakandi í fyrstu bylgju mótstöðu gegn dönsku nýlendustjórninni.
Á árunum 1973 til 1976 gaf hljómsveitin út þrjár breiðskífur sem höfðu áhrif á sögu Grænlands með hápólitískum textum.
Sumé var fyrst til að hljóðrita texta á grænlensku og fyrir þessar útgáfur átti grænlensk tunga ekki orð yfir ,,byltingu” eða ,,kúgun”.
Eftir 250 ára undir danskri stjórn ýtti Sumeéundir endurskoðun og endurnýjun á grænlenskri menningu og sjálfsmynd og vísaði þannig veginn í átt til fullveldis.

Sumé – the Sound of a Revolution er fyrsta kvikmynd sem gerð hefur verið um samtímamenningu landsins og fyrsta heimildamynd í fullri lengd sem framleidd er á Grænlandi.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.