30. júní 2016 - 20:00
21. júlí 2016 - 20:00
18. ágúst 2016 - 20:00

Kvikmyndadagskrá: Nýtt líf í teiknimyndum

Lusus Naturae (stilla), Ólöf Nordal, 2014.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Hér eru samankomnar nokkrar kvikmyndir sem unnar eru með ólíkri teiknimyndatækni. Þær eiga það sameiginlegt að fara víða um lendur ímyndunaraflsins þar sem hið ótrúlegasta líf kann að kvikna. Sumar segja sögu á meðan aðrar dvelja við umbreytingarferlið.

Myndirnar eru sýndar í samfelldri röð:
Lumpy Diversity, Anna Hallin, 2007 (7 mín).
Crepusculum Animation, Gabríela Friðriksdóttir, 2011 (20 mín).
A Black Swan, Gjörningaklúbburinn, 2011 (11 mín).
Lusus Naturae, Ólöf Nordal, 2014 (23 mín).
A Story of Creation, Sigga Björg Sigurðardóttir, 2013 (6 mín).

Lumpy Diversity eftir Anna Hallin endurspeglar lokaðan og draumkenndan heim sem lýtur eigin lögmálum. Crepusculum Animation eftir Gabríelu Friðriksdóttur er tengd stærra verki Gabríelu þar sem leitað er í norræna goðafræði eftir hugmyndum sem í eina tíð lögðu grunn að mannlegri tilvist. Gjörningaklúbburinn á næstu mynd - A Black Swan þar sem sagt frá því hvernig svartur svanur verður óvænt óvelkominn gestur. Í Lusus Naturae eftir Ólöfu Nordal, Gunnar Karlsson og Þuríði Jónsdóttur er fjallað um hringrás lífsins á draumkenndan hátt. Að endingu er mynd Siggu Bjargar Sigurðardóttur, A Story of Creation, þar sem fylgst er með tilurð og örlögum Axels.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.