16. júní 2016 - 20:00
14. júlí 2016 - 20:00
11. ágúst 2016 - 20:00
8. september 2016 - 20:00

Kvikmyndadagskrá: Líf á hjara veraldar

Jóhann Jóhannsson, End of Summer, 2014.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Heimskautasvæðin eru enn í dag þeir hlutar jarðarinnar sem vekja með okkur hugmyndir um fjarlægan og framandi heim. Hugmyndir um að enn sé ekki allt rannsakað til hlítar og von sé á nýjum uppgötvunum, nýrri upplifun. Hvor á sinn hátt takast kvikmyndinar á við þessar vangaveltur, önnur við Suðurskautið og hin við Norðurheimskautið. 

End of Summer, Jóhann Jóhannsson, 2014 (28 mín).

Kvikmyndin sýnir berangurslegt landslag eyjunnar Suður Georgíu og Suðurskautlandsins undir sumarlok. Frumsamin tónlist leikur lykilhlytverk ásamt landslagi og lífríki á þessum fjarlægu slóðum. Myndin byggir á heimspekilegri kenningu Timothy Morton um „myrka vistfræði“, þar sem gamlar hugmyndir um náttúruna sem viðfang fegurðar og forréttinda fyrir mannskepnuna eru véfengdar. 

Sögur sækýr, Etienne de France, 2012 (52 mín).

Raunveruleiki og skáldskapur rennur saman í  kvikmynd í heimildarmyndastíl sem segir frá rannsóknarteymi að störfum á norðurslóðum. Það vinnur að því að túlka samskipti dýra og hafa náð þeim árangri að að þýða söng hinnar risavöxnu Steller-sækýr, sem talið var að hefði dáið út á 18. öld.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.