9. júní 2016 - 20:00
7. júlí 2016 - 20:00
4. ágúst 2016 - 20:00
1. september 2016 - 20:00

Kvikmyndadagkrá: Bestu vinir mannsins

Drottins náð, Kristján Loðmfjörð, 2015.

Sýndar verða tvær kvikmyndir, Drottins náð og Filma. 

Allir eiga sögur af sjálfum sér og einhverjum dýrum sem eru þeim eftirminnileg. Samskipti og tengsl manna við gæludýr, húsdýr og villt dýr geta orðið mjög náin. Í þeim felast einhver undur sem ekki nást fram manna á milli. Tvær kvikmyndir taka á þessu sérstaka sambandi.

Drottins náð, Kristján Loðmfjörð, 2015 (43 mín).

Þrettán einstaklingar deila persónulegri reynslu sinni af samvistum við dýr. Heimildarmyndin er tekin upp í sveitum landsins þar sem nánd við húsdýrin er ráðandi þáttur í daglegum störfum og lífi. Titill myndarinnar vísar til hins kristilega lögmáls um dýrin sem gjöf guðs, mönnum til ununar og afnota. 

Filma, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð, 2012 (25 mín).

Kvikmyndin segir frá för ljósmyndara eftir suðurströnd Íslands með það fyrir augum að taka ógleymanlega mynd af vitanum í Hrollaugseyjum. Kötturinn Filma er með í för. Ætlun kvikmyndagerðarmannanna um að skrásetja hina listrænu framkvæmd tekur aðra stefnu þegar kötturinn tekur til sinna ráða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.