19. ágúst 2023 - 20:00

Kosningavaka á Kjarvalsstöðum '23

Myndlistin okkar ´23
Samstarfsaðili: 
Betri Reykjavík
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Niðurstöður kosninga úr kosningaleik Listasafns Reykjavíkur á Betri Reykjavík liggja nú fyrir og er ærið tilefni til að gleðjast á krassandi kosningavöku á Kjarvalsstöðum, en sýningin Myndlistin okkar verður opnuð  þar á Menningarnótt.

Á kosningavökunni gefst gestum tækifæri til að fagna með þeim listamönnum sem eiga listaverk sem fengu góða kosningu í leiknum og skoða verkin á sýningunni Myndlistin okkar í návígi.

Birtar verða lokatölur kosninganna, fréttaskýrendur rýna í niðurstöðurnar og áhugafólk um myndlist tekið tali. 

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og kosningaspekúlant, rýnir í tölur og mögulegar útkomuspár. 

Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, verður með upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd kosninganna.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að fagna með ykkur!