5. júní 2018 - 12:00

Klúbbur Listahátíðar: Listamannaspjall með Gaelynn Lea

Gaelynn Lea
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Gaelynn Lea, sem heldur tónleika á Listahátíð í Reykjavík í ár, er hvort tveggja mögnuð tónlistarkona og frábær fyrirlesari. Hér fjallar hún um nokkrar af þeim áskorunum sem mæta jaðarsettri tónlistarkonu í heimi þar sem listirnar ættu að vera öllum aðgengilegar. Viðburðurinn er á ensku.

Gaelynn Lea hóf að leika á fiðlu fyrir 20 árum, þegar hugvitssamur tónlistarkennari hjálpaði henni að tileinka sér tækni sem hentaði líkamsbyggingu hennar. Gaelynn kemur fram í rafmagnshjólastól sínum og heldur á fiðlunni eins og örsmáu sellói. Hún býr til lúppur úr ryþmum og laglínum er eiga sér sígildan uppruna og býr þannig til sinfóníska kakófóníu sem spannar ótrúlegt svið en er um leið innilega djúphugul. 

Ljósmynd: Dave Mehling

Verð viðburðar kr: 
0