3. júní 2018 - 18:00 til 18:30
Klúbbur Listahátíðar: Drosophila - gjörningur eftir Borghildi Indriðadóttur

Samstarfsaðili/-ar:

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Rauðeygða ávaxtaflugan Drosophila melangogaster hefur í rúma öld verið helsta tilraunadýr erfðafræðinga og skipt sköpum í rannsóknum á kynferði, kynlitningum og kynhegðun. Ávaxtaflugan er innblástur gjörnings Borghildar Indriðadóttur, „Drosophila“, sem hefst á Austurvelli og lýkur í Klúbbi Listahátíðar.
Hreyfingar, hópamyndun og hegðun ávaxtaflugunnar eru kveikjurnar að hreyfingum gjörningahópsins og í rauða litnum endurspeglast vald, áræðni og einbeiting. Gjörningurinn tengist ljósmyndasýningu Borghildar, DEMONCRAZY á Austurvelli.
Að gjörningi loknum verður blásið til opnunar á DEMONCRAZY í Klúbbi Listahátíðar.
#demoncrazy
Verð viðburðar kr:
0