13. apríl 2023 - 13:45 til 31. desember 2023 - 17:00

Klippismiðja í anda Errós

Klippismiðja
Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Klippismiðjan er staðsett inni í sýningunni Erró: Skörp skæri, þar sem hægt er að skapa sitt eigið samklipp í anda Errós. Gestum er boðið inn í samklippsheim listamannsins sem geta þá ímyndað sér hvernig sé umhorfs á vinnustofunni.
Með því að safna, klippa, líma og mála blandar Erró frjálslega saman sjónrænu efni og tilvísunum sem umbreytist í kraftmikil listaverk.
Í klippismiðjunni vinnum við í anda Errós þar sem engu er hent og gengið er vel um hvert einasta pappírssnifsi því að myndir eru fjársjóður og því allar dýrmætar á sinn eigin hátt.
Klippismiðjan í Hafnarhúsi er alltaf opin og er tilvalin helgarskemmtun fyrir fjölskylduna.