22. ágúst 2015 - 16:00 til 19:00

Kjarvalsstaðir í skjóli nætur: Skapandi ritsmiðja fyrir börn á öllum aldri

Skapandi ritsmiðja fyrir börn
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hvað ætli gerist þegar dyrunum að Kjarvalsstöðum er skellt í lás á kvöldin? Hvað leynist í skúmaskotum safnsins? Stíga persónur út úr málverkum sínum eða er vofa Kjarvals kannski á svæðinu? Á Menningarnótt fer fram draugasögusmiðja fyrir krakka á öllum aldri í Hugmyndasmiðjunni. Ritsmiðjan verður með því fyrirkomulagi að þátttakendur geta komið og farið að vild og sótt sér innblástur í safnið sjálft við gerð stuttra draugasagna. Leiðbeinandi er Markús Már Efraím, ritstjóri hrollvekjubókarinnar Eitthvað illt á leiðinni er.

Aðgangur ókeypis.

Í september, október og nóvember verða haldnar fleiri ritsmiðjur undir stjórn Markúsar Más, en þær verða auglýstar síðar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.