18. apríl 2023 - 10:00 til 23. apríl 2023 - 17:00

Kjarval - álfar og tröll

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Krakkarnir á leiksólanum Kvistaborg hafa ekki setið auðum höndum þessa vorönn. Þau unnu eftir þemanu Kjarval, álfar og tröll - sem tók  yfir allt starfið á vorönn. 
Börnin opnuðu vinnustofu Kjarvals í dúkkó, gerðu málverkið Fjallamjólk í þrívídd, Kjarvalröppuðu, léku sér í Kjarvalsleikjum, máluðu úti í náttúrunni, heimsóttu Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, breyttust í tröll og álfa og ræddu um lífið og listina. Þetta ferli bauð þeim upp á að ferðast aftur í tímann og kynnast íslenskri menningu og listum, íslensku landslagi, sögum og ævintýrum. Umfram allt annað uppgötvuðu þau sinn innri listamann og  víkkuðu sjóndeildarhringinn svo um munar.

Frítt inn á safnið á Barnamenningarhátíð fyrir fullorðna í fylgd barna.